UM FYRIRTÆKIÐ

Rún ehf. er heildverslun sem var stofnuð árið 1984. Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í innflutningi á tískufatnaði sem seldur er áfram til verslana og fyrirtækja.

Rún selur dömu- og herrafatnað, fylgihluti, nærfatnað og ungbarnafatnað. Nýverið hóf heildverslunin einnig innflutning og sölu á starfsmannafatnaði fyrir heilbrigðisstofnanir, hótel- og veitingageirann sem og önnur þjónustufyrirtæki, ásamt því að bjóða upp á grófari vinnufatnað fyrir iðnaðarmenn.

Edda Heildverslun er dótturfyrirtæki Rúnar og er staðsett í sömu húsakynnum á Höfðabakka 9. Edda flytur inn og selur rúmfatnað fyrir hótel og önnur ferðaþjónustufyrirtæki ásamt því að selja vefnað til heilbrigðisstofnana, saumastofa, útfarastofa og ýmissa annarra fyrirtækja. Edda heildverslun flytur einnig inn tilbúinn rúmfatnað fyrir sérverslanir.

Rökkva.is er vefverslun sem selur rúmfatnað og annað lín á smásölumarkaði og þar má finna allar helstu vörur Eddu Heildverslunar.

Stöðugt er leitast við að fylgja nýjustu straumum og stefnum og sækir innkaupafólk fyrirtæksins reglulega erlendar vörusýningar en birgjar fyrirtækisins eru staðsettir um alla Evrópu.
Starfsfólk fyrirtækisins hefur langa og margþætta reynslu af sölu og innkaupum og vinna að jafnaði um 13 manns í fullu starfi hjá fyrirtækinu. Rún hefur frá árinu 2001 verið með bækistöðvar að Höfðabakka 9, Reykjavík í rúmgóðu 900 m2 húsnæði, sem hýsir skrifstofur, lager og sýningarsali fyrirtækisins.


Heildverslunin Rún

Kennitala: 610284-1089 
Höfðabakka 9
110, Reykjavík.

Sími: 561 9200
Netfang: run@run.is